Description

 

  • Canon EOS R10 er það fjölhæf myndavél að hún getur tæklað í raun hvað sem er. Frábær ferðafélagi. Fullkomin hybrid vél til að búa til efni. Hið fullkomna næsta skref í ljósmyndun. Hvort sem þú ert að uppfæra úr þinni fyrstu DSLR myndavél, snjallsíma eða smá-myndavél þá einfaldlega gefur EOS R10 þér meira. Meiri tækni, fleiri eiginleikar, meðfærilegri, meiri sköpun.

 

  • · Dual Pixel CMOS AF II fókustækni sem greinir og eltir fólk, dýr og farartæki, bæði í ljósmyndun og vídeó.

 

  • · Tekur 15 ramma á sek. með mekanískum lokara og þú færð ótrúlegan hraða og hágæða ljósmyndir.

 

  • · Tekur 23 ramma á sek. með rafænum lokara til að fá enn meiri hraða og hljóðlausa myndatöku.

 

  • · 4K/30p hágæða vídeó sem er oversampled úr 6K.

 

  • · 4K/60p til að fá meiri mýkt en þá er tökustillingin kroppuð niður í 64% af lárétta svæðinu.

 

  • · -4EV tryggir nákvæman fókus við léleg birtuskilyrði.

 

  • · Ljósmyndir í allt að ISO 32,000 og vídeó í allt að 12,800. Hægt að auka í ISO 51,200 í ljósmyndun og ISO 25,800 í vídeó.

 

  • · 2.36 milljón punkta sjóngluggi, EVF.

 

  • · DIGIC X örgjörvi frá Canon tryggir hraða virkni og lágmarks seinkun í sjónglugganum.

 

  • · image.canon til að hlaða efni beint með Wi-Fi í skýjaþjónustu.

 

  • · 7.5 cm 1.04 milljón punkta hreyfanlegur snertiskjár.

 

  • · YouTube live streaming og þú getur verið með beina útsendingu á YouTube rásinni þinni.

 

  • Einfalt að uppfæra í EOS R10 með kynningarpakka þar sem breytistykki fylgir

 

  • Uppfærðu úr DSLR myndavélinni þinni á einfaldan hátt með sérstökum kynningarpakka þar sem Canon breytistykki, Mount Adapter EF-EOS R, fylgir með. Þannig getur þú notað núverandi EF og EF-S linsur og fengið sömu gæði, afköst og virkni með EOS R10. Gildir í takmarkaðan tíma við kynningu á Canon EOS R7 og Canon EOS R10.

 

  • Meiri skerpa

 

  • EOS R10 er búin hinu magnaða Dual Pixel CMOS AF II fókuskerfi Canon sem er forritað þar sem notuð er gervigreindartækni sem tryggir háþróaða greiningu á viðfangsefninu. Hraðvirkt, nákvæmt og ótrúlega næmt við lítil birtuskilyrði – í raun nákvæmt í aðstæðum sem aðeins eru upplýstar af tunglsljósi.

 

  • Upplifðu nýja tegund af sjálfvirkum fókus

 

  • EOS R10 getur greint fólk, farartæki og dýr, sbr. ketti, hunda og fugla og eltir dýrin eftir því sem þau færa sig hvar sem er í rammanum. Viðfangsefni á mikilli ferð eru algjörlega skörp.

 

  • Þegar þú tekur myndir af fólki þá setur EOS R10 forgang á augu viðfangsefnisins. Ef augun eru ekki sjáanleg þá fer eltunin á andlitið. Og ef viðfangsefnið snýr sér í burtu í augnablik þá fer eltunin á höfuðið og fylgir svo líkamanum.

 

  • Meiri hraði

 

  • Fangaðu augnablik sem koma aldrei aftur með ótrúlegum hraða – tilvalið fyrir náttúrulífs- og íþróttaljósmyndun. EOS R10 getur fangað RAW, JPEG eða HEIF myndskrár í allt að 15 römmum á sek. eða í 23 römmum á sek. með því að nota rafrænan lokara. Allt á meðan myndavélin eltir viðfangsefnið í rammanum og stillir fókus og lýsingu samtímis eftir því hvaða breytingar eiga sér stað í rammanum. Þegar þú notar Pre-Shooting í notendaviðmóti myndavélarinnar fangar EOS R10 0.5 sek. af því sem þú ert að taka mynd af áður en ýtt er á lokarahnappinn þannig að þú nærð ávallt hinu fullkomna augnabliki.

 

  • Meiri sveigjanleiki

 

  • Hvort sem þú ert að skjóta ljósmyndir, vídeó eða bæði þá skilar EOS R10 framúrskarandi myndgæðum. Er einnig mjög meðfærileg þar sem hún vegur aðeins 429 gr. með rafhlöðu og minniskorti þannig að þú getur tekið hana með þér hvert sem er og hvenær sem er.

 

  • Hið fullkomna jafnvægi með EOS R10

 

  • 24.2 megapixla myndflaga gefur þér fullkomið jafnvægi af smáatriðum, hraða og afköstum við léleg birtuskilyrði. Hámarks 32,000 ISO næmni, útvíkkanlegt í ISO 51,200, veitir meiri smáatriði og minna af kornum þegar skotið er í myrkri. Innbyggt flass veitir þér svo aðeins meira ljós þegar á þarf að halda.

 

  • 4K sem uppfyllir þínar væntingar

 

  • EOS R10 fangar magnað 4K vídeó sem lítur frábærlega út á UHD skjám og býður upp á kropp án þess að tapa gæðum þegar verið er að klippa fyrir Full HD verkefni. Kvikmyndagerðarfólk getur valið á milli 4K/60p eða oversampled 4K/30p úr 6K. Hægt að skjóta Full HD í 120fps.

 

  • Kerfi sem er hannað fyrir framtíðina

 

  • EOS R10 er hluti af EOS R kerfinu – úrval af myndavélum, linsum og aukahlutum sem er hannað frá grunni til að skila framúrskarandi ljósmyndum og vídeó, núna og í framtíðinni. Hraðvirkari og gleiðari 54mm linsufesting veitir ný viðmið í afköstum.

 

  • APS-C vs Full Frame – kosturinn með APS-C

 

  Þar sem EOS R10 er byggð í kringum APS-C stærð af myndflögu þá veita linsur 1.6x meiri aðdrátt heldur en sama brennivídd linsu á full-frame myndavél. Þannig hentar EOS R10 t.d. afar vel fyrir fugla- og íþróttaljósmyndun þegar þú þarft að komast nær viðfangsefninu.